Jóhannes Berg Andrason skoraði þrjú mörk í leiknum við Serba. Hér eitt þeirra hugsanlega í uppsiglingu. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -
Ísland og Serbía skildu með skiptan hlut í fyrsta leik landsliða þjóðanna á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri, 28:28, í Senhora da Hora, Matosinhos, við Porto síðdegis í dag. Íslenska landsliðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.
Næsti leikur íslensku piltanna verður á móti landsliði Ítalíu klukkan 11 í fyrramálið að íslenskum tíma. Ítalir töpuðu fyrir Þjóðverjum í dag með níu marka mun, 35:26.
Jónas Árnason er einn Íslendinganna sem fylgir landsliðinu eftir á EM. Hann var svo vinsamlegur að senda handbolta.is nokkrar myndir frá leiknum sem birtast hér fyrir neðan. Kærar þakkir, Jónas.
Leikmenn íslenska landsliðsins stilltu sér upp meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Mynd/Jónas ÁrnasonNokkrir Íslendingar voru á meðal áhorfenda á leiknum. Mynd/Jónas ÁrnasonHornamennirnir Kristófer Máni Jónasson og Símon Michael Guðjónsson. Andri Finnsson (11). Mynd/Jónas ÁrnasonKristófer Máni Jónasson, Jóhannes Berg Andrason, Tryggvi Þórisson og Einar Bragi Aðalsteinsson í vörninni. Mynd/Jónas ÁrnasonJóhannes Berg Andrason, Tryggvi Þórisson og Einar Bragi Aðalsteinsson og Arnór Viðarsson til varnar. Mynd/Jónas ÁrnasonTryggvi Þórisson við það að sleppa. Mynd/Jónas ÁrnasonGuðmundur Bragi Ástþórsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Hér spreytir hann sig á vítakasti. Mynd/Jónas ÁrnasonJóhannes Berg Andrason sækir að Luka Ragan varnarmanni serbneska liðsins. Mynd/Jónas ÁrnasonAndri Finnsson í þann mund að skora mark sitt í leiknum eftir hraðaupphlaup. Mynd/Jónas ÁrnasonGuðmundur Bragi Ástþórsson sækir að vörn Serba. Mynd/Jónas ÁrnasonAndri Már Rúnarsson kemur skoti á mark Serba. Hann skoraði þrjú mörk í dag. Mynd/Jónas ÁrnasonBrynjar Vignir Sigurjónsson átti afar góðan leik í íslenska markinu og var með liðlega 40% markvörslu. Mynd/Jónas Árnason