- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Ná íslensku piltarnir fram hefndum gegn þeim ítölsku?

Leikmenn U20 ára landsliðsins eiga hörkuleik fyrir höndum gegn Ítölum á morgun. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri leikur við Ítalíu um 11. sætið á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla á morgun. Um leið verður barist um síðasta lausa sætið á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem fram fer í Grikklandi og Þýskalandi að ári liðnu. Það er því eftir miklu að slægjast í leiknum á morgun sem hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Um verður að ræða aðra viðureign Íslendinga og Ítala á mótinu.


Færeyingar unnu Ítali, 30:28, í hinni viðureign krossspilsins um níunda til tólfta sæti mótsins í kvöld. Áður hafði Slóvenía lagt Ísland, 37:35, eftir vítakeppni í hinni viðureigninni í þessu hluta mótsins. Færeyingar leika um níunda sæti mótsins við Slóvena.


Færeyingar hafa tryggt sér sæti á HM 21 árs landsliða annað mótið í röð en þeir voru með á HM í Alsír síðast þegar HM fór fram í þessum aldursflokki karla.


Svo vill til að Ísland og Ítalía voru saman í riðli fyrri á mótinu. Ítalir unnu með einu marki, 27:26. Á morgun gefst íslenska liðinu tækifæri á að leita hefnda. Sömu sögu má segja um Færeyinga sem töpuðu fyrir Slóvenum í riðlakeppni EM að þessu sinni með einu marki, 28:27.

Úrslit dagsins

Undanúrslit:
Serbía – Spánn 29:32.
Portúgal – Svíþjóð 25:24.
Spánn og Portúgal leika til úrslita á sunnudaginn.
Serbía og Svíþjóð leika um bronsverðlaun.


Krossspil um 5. – 8.sæti:
Þýskaland – Ungverjaland 32:35.
Danmörk – Frakkland 25:27.
Ungverjaland og Frakkland leika um 5. sætið.
Þýskaland og Danmörk leika um 7. sætið.


Krossspil um 9. -12. sæti:
Slóvenía – Ísland 37:35, eftir vítakeppni.
Færeyjar – Ítalía 30:28.
Slóvenía og Færeyjar leika um 9. sætið.
Ísland og Ítalía leika um 11. sætið kl. 15 á laugardag.


Krossspil um 13. til 16. sæti:
Pólland – Svartfjallaland 30:26.
Króatía – Noregur 32:22.
Pólland og Króatía leika um 13. sætið.
Svartfjallaland og Noregur leika um 15. sætið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -