- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Tveir verða fjarverandi gegn Svartfellingum

U20 ára landslið Íslands á EM í sumar sem leið. Framundan er HM 21 árs liða hjá hópnum í sumar. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó Gunnarsson og Jóhannes Berg Andrason leika ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, þegar liðið mætir Svartfellingum á Evrópmótinu í Porto í dag. Flautað verður til leiks klukkan 11. Viðureignin er sú fyrri af tveimur hjá íslenska landsliðinu í milliriðlakeppni mótsins.


Jóhannes Berg er meiddur á mjöðm og er þetta annar leikurinn sem hann missir af á mótinu. Þorsteinn Leó meiddist á vinstri öxl í viðureign við Þjóðverja á sunnudaginn og er talið ósennilegt að hann taki þátt í fleiri leikjum á mótinu, samkvæmt heimildum handbolta.is.


Andri Finnsson sem einnig meiddist í leiknum við Þjóðverja mætir galvaskur til leiks í dag.


Íslenska liðið þarf á sigri á halda til þess að eiga möguleika á að ná inn í hóp þeirra fjögurra liða sem leika um 9. til 12. sæti mótsins en 11 efstu liðin þegar upp verður staðið fá farseðil á heimsmeistaramótið sem haldið verður á næsta sumri í Þýskaland og Grikklandi.


Fylgst verður með leik Íslands og Svartfjallalands í textalýsingu á handbolti.is.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -