- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U21 árs landsliðið leikur í Aþenu á HM í sumar

U20 ára landslið Íslands á EM í sumar sem leið. Framundan er HM 21 árs liða hjá hópnum í sumar. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, leikur í riðli með landsliðum Serbíu, Marokkó og Chile á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi í sumar. Dregið var í riðla í dag og fara leikir íslenska liðsins í riðlakeppninni fram í Aþenu. Mótið stendur yfir frá 20. júní til 2. júlí.


Riðlaskipting:
A-riðill: Frakkland, Pólland, Króatía, Bandaríkin.
B-riðill: Alsír, Þýskaland, Túnis, Kosta Ríka.
C-riðill: Portúgal, Brasilía, Kúveit, Líbýa.
D-riðill: Spánn, Færeyjar, Japan, Angóla.
E-riðill: Ungverjaland, Danmörk, Argentína, Eyjaálfa (lið liggur ekki fyrir).
F-riðill: Svíþjóð, Slóvenía, Barein, sigurlið IHF bikarsins.
G-riðill: Serbía, Ísland, Chile, Marokkó.
H-riðill: Egyptaland, Grikkaland, Kúba, Sádi Arabía.


Auk Aþenu verður leikið í Berlín, Magdeburg og Hannover í Þýskalandi.


Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson er þjálfarar U21 árs landsliðs karla.


Færyska handknattleikssambandið segir frá því að færeyska landsliðið komi til Íslands og leiki tvo vináttuleiki við íslenksa landsliðið 10. og 11. júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -