Landslið Úkraínu, sem verður einni þriggja andstæðinga íslenska landsliðsins í F-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik, tapaði illa fyrir ungverska landsliðinu í síðari viðureign sinni á móti í Tatabánya í Ungverjalandi í kvöld, 38:19. Ungverjar fór á kostum í fyrri hálfleik og voru 16 mörkum yfir, 23:7, þegar gengið var til búningsherbergja.
Á sama stað beið úkraínska landsliðið lægri hlut fyrir landsliði Slóvakíu í gær, 30:27, í mun jafnari leik. Ungverjar unnu Slóvaka, 38:31, á föstudagskvöld.
Viktória Györi-Lukács var markahæst í ungverska liðin í kvöld með níu mörk í níu sotum. Katrin Klukber var næst með fimm mörk.
Tamara Smbatian skoraði fimm mörk fyrir Úkaínu og Liliia Gorilska var næst með fimm mörk.
Landslið Íslands og Úkraínu mætast í annarri umferð F-riðils Evrópumótsins í Innsbruck á sunnudaginn eftir viku.
Leikmenn Úkraínu á EM
Markverðir:
Judit Balog, Vasas SC (Ungverjaland).
Viktoriia Saltaniuk, KPR Gminy Kobierzyce (Pólland).
Aðrir leikmenn:
Mariia Poliak, HC Galychanka Lviv.
Liubov Rosokha, Kisvárda Master Good SE (Ungverjaland).
Karina Soskyda, IUVENTA Michalovce (Slóvakía).
Vanessa Lakatosh, HC Galychanka Lviv.
Iryna Prokopiak, HC Galychanka Lviv.
Olha Mrkarenko, HC Spartak.
Andriana Naumenko HC Zalau (Rúmenía)
Tamara Smbatian, Alba Fehérvár KC (Ungverjaland).
Milana Shukal, HC Galychanka Lviv.
Kateryna Kozak, HC Galychanka Lviv.
Sofiia Bezrukova, Hazena Kynzvart (Tékkland).
Anastasiia Tkach, HC Galychanka Lviv.
Iryna Kompaniiets, IUVENTA Michalovce (Slóvakía).
Karyna Kolodiuk, HC Karpaty.
Valeriia Nesterenko, HC Karpaty.
Anastasiia Orzhakhovska, HC Spartak.
Liliia Gorilska, Moyra-Budaörs Handball (Ungverjaland).
Nhetely Munissale, HC Spartak.