- Auglýsing -
Stór hluti leikmanna úkraínska landsliðsins í handknattleik er kominn til Þýskalands þar sem hann verður næstu vikur ásamt fjölskyldum sínum. Landsliðsþjálfarinn Slava Lochmann fékk tímabundið leyfi íþróttamálaráðherra Úkraínu til þess að yfirgefa landið á dögunum ásamt fjölskyldu og hópi handknattleiksmanna, nær allra sem léku með úkraínska landsliðinu á EM í janúar.
Lochmann er ásamt hópnum við æfingar í Grosswallstadt en þar á hann fjölda góðra vina eftir að hann lék með liði félagsins fyrir meira en áratug. Landsliðið verður við æfingar í Grosswallstadt meðan leikmenn og þjálfarar hafa heimild til þess að vera utan heimalandsins.
Fyrir dyrum stendur vináttuleikur við Wetzlar í íþróttahöllinni Dutenhofen föstudaginn 1. apríl. Slagorð leiksins verður „Handballspiel für den Frieden“. Allur ágóði af leiknum mun renna til stríðshrjáðra íbúa Úkraínu.
- Auglýsing -