- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Úlfurinn sá um Norðmenn – Þjóðverjar eru efstir

- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og liðsmenn hans standa vel að vígi í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla eftir sigur á Noregi, 30:28, í síðasta leik kvöldsins í Jyske Bank Boxen í Herning. Markvörðurinn Andreas Wolff var maðurinn á bak við sigur þýska liðsins. Hann var stórkostlegur og varði 22 skot og 44% hlutfallsmarkvarsla.


Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15, og skoraði auk þess fyrsta mark síðari hálfleiks.

Þýska landsliðið er þar með eitt taplaust í milliriðli með sex stig. Fram undan eru hins vegar tveir afar krefjandi leikir, gegn Danmörku á mánudagskvöld og við Frakka í lokaumferðinni á miðvikudaginn. Þýskaland þarf sigur úr öðrum hvorum leiknum til þess að vera víst með sæti í undanúrslitum.

Sennilega hefði Alfreð viljað hafa sigurinn í kvöld stærri en raun varð á vegna þess að markatala getur ráðið úrslitum þegar upp verður staðið eftir riðlakeppnina. Þjóðverjar voru fjórum mörkum yfir skömmu fyrir leikslok og gátu náði fimm marka yfirhönd.

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands íhugull á hliðarlínunni í leiknum við Noreg á EM í kvöld. Ljósmynd/EPA

Þrátt fyrir stórleik Wolff þá voru Þjóðverjar í basli með baráttuglaða Norðmenn sem voru afar öflugir og margt betri lengi vel. Þegar nokkuð var komið fram í síðari hálfleik komst þýska liðið yfir og lét forskot sitt aldrei af hendi eftir það.

Marko Grigic fór á kostum í sóknarleik Þjóðverja í síðari hálfleik. Hann skoraði öll sjö mörk sín í hálfleiknum og dró vagninn lengi vel í sóknarleiknum.

Helsta kempa norska landsliðsins, Sander Sagosen, var slakur og skoraði m.a. fimm mörk úr 13 skotum. Hann, eins og fleiri leikmenn norska landsliðsins, stóð ráðþrota gegn Wolff sem bar þýska liðið uppi.

  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn og stigu ekki feilspor. Sennilega best dæmdi leikur mótsins.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -