- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Umspil HM kvenna, úrslit: Hvaða Evrópulönd fá farseðla?

Frá leik landsliða Norður Makedóníu og Úkraínu í gær. Úkraína hafði betur. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Umspili í Evrópuhluta undankeppni heimsmeistaramóts kvenna lauk í kvöld átta rimmur voru leiddar til lykta til viðbótar við tvær sem niðurstaða fékkst úr í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að mikið hafi verið um óvænt úrslit. Helsta spennan var í viðureignum Spánar og Austurríkis. Jafntefli varð í fyrri leiknum í Austurríki á dögunum.

Spánverjar lentu í kröppum dansi á heimavelli í kvöld og áttu undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Undir lokin hafði spænska liðið betur og vann með tveggja marka mun, 26:24.


Úrslit – feitletruð heiti þeirra þjóða sem komast á HM.
Grikkland – Þýskaland, 20:36 – 33:75, samanlagt.
Slóvenía – Ítalía, 33:21 – 64:46, samanlagt.
Króatía – Slóvakía, 31:18 – 56:41, samanlagt.
Serbía – Tyrkland, 32:25 – 65:49, samanlagt.
Ungverjaland – Ísland, 34:28 – 59:49, samanlagt.
Kósovó – Pólland, 20:32 – 42:68, samanlagt.
Spánn – Austurríki, 26:24 – 54:52, samanlagt.
Portúgal – Rúmenía, 24:28 – 44:63, samanlagt.
Úkraína – Norður Makedónía, 31:22 – 55:44, samanlagt.
Tékkland – Sviss, 36:27 – 68:58, samanlagt.

Boðskort til Austurríki?

Telja verður líklegt að Austurríki fái sent annað af tveimur boðskortum sem stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins sendir út í vor þegar öll kurl verða komin til grafar í undankeppni allra heimsálfa. Austurríki tapaði með minnstum mun í umspilinu í Evrópu og var auk þess þátttakandi á HM á Spáni í desember 2021.

30 af 32

Alls taka 32 landslið þátt í HM 2021. Af þeim vinna 30 landslið sér sæti með ýmsu móti, flest í gegnum álfukeppni auk meistara síðasta móts, Noregs, og gestgjafa sem verða þrjár Norðurlandaþjóðir að þessu sinni, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins sendir út tvö boðskort í vor eftir stífa fundarsetu og vangaveltur. Sé lítið til sögunnar er allur gangur á hvert þau eru send hverju sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -