- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungir Ungverjar velgdu Dönum undir uggum

Hressir Danir eftir sigurinn í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir unnu nauðsynlegan sigur á Ungverjum í síðari leik dagsins í millriðli eitt á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Ljubjana í kvöld, 29:27, í afar jafnri og skemmtilegri viðureign.


Sandra Toft innsiglaði bæði stigin þegar hún varði vítakast hálfri mínútu fyrir leikslok. Þar með fór síðasta von Ungverja um að krækja í stig. Um leið á ungverska liðið aðeins stærðfræðilega möguleika á að leika til undanúrslita eða um fimmta sæti mótsins.


Sigurinn var Dönum afar mikilvægur á leið þeirra að næsta markmiði sínu á mótinu sem er sæti í undanúrslitum. Þeir áttu fullt í fangi með Ungverja að þessu sinni og verða vafalaust að leika betur ætli þeir sér að leika í undanúrslitum.

Katrin Klujber skoraði átta mörk fyrir ungverska landsliðið í kvöld og var valin maður leiksins. Mynd/EPA


Ungt ungverskt lið var tveimur mörkum yfir, 26:24, þegar liðlega sex mínútur voru til leiksloka. Danska liðið skoraði þá þrjú mörk í röð og náði yfirhöndinni sem því tókst að hanga á til leiksloka.


Ljóst er að hjá Ungverjum er að koma upp afar sterkt lið úr þeim efnivið yngri landsliða sem borið hafa ægishjálm yfir önnur yngri landslið í kvennaflokki í Evrópu á undanförnum árum.


Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 8, Greta Marton 6, Petra Vamos 4, Viktoria Lukacs 3, Csenge Kuczora 2, Petra Tovizi 2, Dora Hornyak 1, Kinga Debreczeni 1, Greta Kacsor 1.
Varin skot: Melinda Szikora 9, 24%.
Mörk Danmerkur: Emma Cecilie Friis 7, Trine Østergaard 4, Louise Burgaard 4, Anne Mette Hansen 3, Mie Højlund 3, Kathrine Heindahl 3, Mette Tranborg 2, Sarah Iversen 1, Simone Petersen 1, Rikke Iversen 1.
Varin skot: Sandra Toft 10, 33% – Althea Reinhardt 3, 37,5 %.

Staðan í milliriðli 1:

Noregur220064 – 454
Danmörk320180 – 764
Slóvenía320176 – 772
Svíþjóð210156 – 472
Króatía310262 – 762
Ungverjaland300367 – 820

Næstu leikir í riðlinum, 12. nóvember:
Króatía – Danmörk, kl. 17.
Noregur – Svíþjóð, kl. 19.30


Leikjadagskrá milliriðla og staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -