- Auglýsing -
Unglingalandsliðsmaðurinn efnilegi, Elís Þór Aðalsteinsson, hefur framlengt samning sinn við ÍBV til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV í dag.
Elís Þór, sem er örvhent skytta, hefur alltaf leikið með ÍBV. Hann hefur hægt og rólega unnið sig inn sem miklivægur hlekkur í liði liðsins. Elís Þór lék í vetur 22 leiki með meistaraflokki félagsins og skorað 43 mörk.
Elís Þór hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann var valinn í bæði U21 árs landsliðið og U19 ára landsliðið á dögunum.
„Við erum afar ánægð með að Elís Þór muni áfram leika með ÍBV og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningu frá félaginu í dag.
- Auglýsing -