- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungmenni Aftureldingar færast upp um deild

Glaðbeittir leikmenn ungmennaliðs Aftureldingar á skipsfjöl eftir sigur í Eyjum í gærkvöld þar sem sæti í Grill 66-deild á næstu leiktíð var innsiglað. Mynd/Afturelding
- Auglýsing -

Ungmennalið Aftureldingar tryggði sér í gærkvöld sæti í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð. Afturelding vann ungmennalið ÍBV, 33:30, í uppgjöri tveggja efstu liða 2. deildar í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17.


Aðeins eru þrjú lið í 2. deild karla. Auk ungmennaliða Aftureldingar og ÍBV er ungmennalið tvö frá Selfossi í deildinni. Afturelding er með 11 stig eftir sex leiki, ÍBV hefur sjö stig en Selfoss er án stiga. Ein umferð er eftir í deildinni.


Mörk ÍBV U.: Jonathan Werdelin 7, Ívar Logi Styrmisson 6, Elmar Erlingsson 5, Gauti Gunnarsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Sæþór Páll Jónsson 2, Birgir Þór Orrason 1, Breki Þór Óðinsson 1, Óliver Daðason 1, Örn Bjarni Halldórsson 1.
Mörk Aftureldingar U.: Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Arnar Ingi Rúnarsson 6, Grétar Jónsson 5, Haraldur Björn Hjörleifsson 4, Ágúst Atli Björgvinsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Karl Kristján Bender 2, Björgvin Franz Björgvinsson 1, Elías Baldursson 1, Valur Þorsteinsson 1.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -