Ungmennalið Vals vann öruggan sigur á Gróttu í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 31:22. Þar með er Valsliðið eitt í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir ungmennaliði Fram og tveimur stigum á undan Aftureldingu sem er í þriðja sæti. Grótta er í fjórða sætinu.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði 11 mörk í leiknum fyrir ungmennaliðið sem var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Katrín Helga Sigurbergsdóttir skoraði jafn mörg mörk fyrir Gróttuliðið sem var í mestu vændræðum með varnarleik sinn gegn sterku liði Vals.
Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 11, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Helga Guðrún Sigurðardóttir 1, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.
Mörk Vals: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 11, Ida Margrét Stefánsdóttir 7, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Vala Magnúsdóttir 4, Karlotta Kjerulf Óskarsdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 1.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.