Víkingar biðu lægri hlut fyrir ungmennaliði Fram viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld, 34:32, í Safamýri í kvöld. Kjartan Þór Júlíusson skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Fram sigur. Hann, eins og fleiri leikmenn Framliðsins, virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Framarar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 20:16.
Tapið gerir að verkum að Víkingur er fjórum stigum á eftir HK sem trónir á toppnum en flestir reikna með að liðin bítist um efsta sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Fram vann annan leik sinn í röð.
Þorbergur var til aðstoðar
Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik karla, var á meðal starfsmanna Víkings í leiknum. Hann var Jóni Gunnlaugi Viggóssyni [Sigurðssonar] innan handar. Þorbergur er þjálfari yngri flokka Víkings og mun m.a. miðla þekkingu sinni og reynslu drengja í 5. flokks karla.
Eins og fyrr segir þá virtust ungir leikmenn Fram kunna vel við sig í Safamýrinni. Einn þeirra, Reynir Þór Stefánsson, skoraði 10 mörk. Róbert Árni Guðmundsson skoraði fimm mörk en lét vísa sér af leikvelli nærri leikslokum í jafnri stöðu.
Igor Mrsulja og Brynjar Jökull Guðmundsson voru atkvæðamestir leikmanna Víkings: Þeir skoruðu fimm mörk hvor.
Mörk Víkings: Brynjar Jökull Guðmundsson 5, Igor Mrsulja 5, Guðjón Ágústsson 4, Arnar Gauti Grettisson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Marinó Gauti Gunnlaugsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Styrmir Sigurðarson 1, Logi Ágústsson 1, Jón Hjálmarsson 1, Andri Berg Haraldsson 1.
Varin skot: Hlynur Freyr Ómarsson 14, Bjarki Garðarsson 9.
Mörk Fram U.: Reynir Þór Stefánsson 10, Ívar logi Styrmirsson 7, Róbert Árni Guðmundsson 5, Stefán Orri Arnalds 4, Kjartan Þór Júlíusson 4, Daníel Stefán Reynisson 4.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 16.
Staðan: (uppfærð eftir leik Vals U og Fjölnis)
HK | 5 | 4 | 1 | 0 | 167 – 135 | 9 |
Valur U | 5 | 4 | 1 | 0 | 148 – 131 | 9 |
Víkingur | 5 | 2 | 1 | 2 | 154 – 148 | 5 |
KA U | 4 | 2 | 1 | 1 | 127 – 124 | 5 |
Þór | 4 | 2 | 0 | 2 | 111 – 112 | 4 |
Fram U | 5 | 2 | 0 | 3 | 149 – 156 | 4 |
Selfoss U | 4 | 1 | 1 | 2 | 142 – 148 | 3 |
Fjölnir | 4 | 1 | 1 | 2 | 122 – 130 | 3 |
Haukar U | 4 | 1 | 0 | 3 | 108 – 112 | 2 |
Kórdrengir | 4 | 0 | 0 | 4 | 94 – 126 | 0 |