- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar óttast hraða Valsmanna

Valsarinn Alexander Örn Júlíusson freistar þess að stöðva Máté Lékai, þekktasta og hættulegasta leikmann FTC í viðureigninni í Origohöllinni í lok október. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslands- og bikarmeistarar Vals sækja ungverska liðið Fereceváros (FTC) heim í kvöld í fimmtu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Riz Levente Sport- és Rendezvényközpont-keppnishöllinni í Búdapest og hefst klukkan 17.45. Keppnishöllin rúmar um 2.100 áhorfendur og standa vonir forráðamanna FTC til að hún verði fullskipuð.


Um er að ræða síðari viðureign liðanna í riðlinum en þau mættust í Origohöll Vals í fyrstu umferð 25. október. Valur vann afar sannfærandi sigur í leiknum, 43:39, í mjög hröðum leik. Á heimasíðu FTC segir að leikmenn liðsins verði að gera allt sem þeir geta til þess að draga niður í hraða Valsliðsins. Hann er mesta ógn ungverska liðsins sem tókst ekki að hlaupa á eftir Val í fyrri leiknum, ekki síst í fyrri hálfleik.

Magnús og Vignir verða ekki með

Magnús Óli Magnússon fór ekki með Val til Búdapest vegna meiðsla í baki. Eins varð Vignir Stefánsson eftir heima af persónulegum ástæðum.

Í stað Magnúsar Óla og Vignis eru Breki Hrafn Valdimarsson og Ísak Logi Einarsson í keppnishópi Vals í Búdapest. Sá síðarnefndi er sonur stórskyttunnar frá Selfossi, Einars Gunnars Sigurðsson, sem margir muna eflaust eftir sem komir eru fram á miðjan aldur.

Yngri sem eldri

Breki Hrafn og Ísak Logi fæddust árið 2003, sama ár og Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals lék sinn fyrsta A-landsleik.


Síðan FTC lék hér á landi í lok október hefur staða liðsins vænkast í ungversku 1. deildinni. Liðið er nú komið upp í fimmta sæti með 13 stig og er níu stigum á eftir Veszprém og Pick Szeged sem sitja í tveimur efstu sætunum.


Fyrir viku tapaði FTC á heimavelli fyrir TM Benidorm, 33:32, í hörkuleik.


Leikur FTC og Vals verður sýndur á Stöð2sport en einnig verður handbolti.is með textalýsingu.

Staðan í B-riðli:

Flensburg4301128 – 1176
PAUC4301123 – 1186
Valur4202136 – 1374
Ystads IF4202122 – 1234
Ferencváros (FTC)4103138 – 1432
Benidorm4103119 – 1282


Leikir í B-riðli í dag:
Kl. 17.45: FTC – Valur.
Kl. 17.45: PAUC – Ystads IF HF.
Kl. 19.45: Benidorm – Flensburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -