- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverji ráðinn þjálfari Harðar á Ísafirði

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungverjinn Endre Koi hefur verið ráðinn þjálfari handknattleiksliðs Harðar sem leikur í Grill 66-deild karla á næsta keppnistímabili. Hörður sagði frá ráðningunni í morgun. Þar kemur fram að Koi hafi skrifað undir tveggja ára samning og taki til óspilltra málanna við þjálfun Harðarliðsins á næstu dögum.


Koi, sem er 36 ára gamall, var síðast þjálfari hjá Budai Farkasok í heimalandi sínu en virðist hafa hætt í sumar eftir fimm ára starf, eftir því sem fram kemur á Wikipediasíðu félagsins. Á Wikipediasíðu Siófok KC er Endre Koi skráður þjálfari liðsins frá og með þessu sumri. Vera má að um nafna hans sé að ræða eða að veður hafi skipast skjótt í lofti.

Uppfært: Siófok KC var dæmt niður í 3. deild vegna skulda og óreiðu á fjármálum. Um leið datt uppfyrir samningur Koi við félagið.

Koi var aðstoðarþjálfari U19 og 21 ár landsliðs Ungverjaland frá 2018 til 2020 en ekki kemur fram hvort þar hafi verið um að ræða karla eða kvennalandsliðin.

Vel menntaður

Í tilkynningu Harðar segir að Koi hafi EHF mastercoach gráðu frá árinu 2018 og hafi einnig lokið young coaches workshop til viðbótar við ungverska þjálfaragráðu. Þess utan er Koi hagfræðingur að mennt.

„Við hlökkum til samstarfsins við Endre en hann kemur til Ísafjarðar ásamt kærustu og hundi,“ segir m.a. í tilkynningu Harðar þar sem boðað er að tveir leikmenn bætist í hópinn á næstu dögum.

Koi tekur við af Carlos Martin Santos sem lét af störfum vestra á dögunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -