- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverska stórliðið lætur ekki slá sig út af laginu

Veronica Kristiansen leikmaður Györ verður í eldlínunni í dag gegn löndum sínum í Vipers. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Buducnost tók á móti toppliði Györ á heimavelli í kvöld en þessi lið eru í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki. Það var við ramman reip að draga fyrir heimaliðið í þessum leik þar sem að ungverska liðið byrjaði af miklum krafti. Eftir aðeins tíu mínútna leik voru gestirnir komnir með fimm marka forystu, 6-1.


Stórskotalið Györ hélt áfram að bæta hægt og bítandi við forystu sína og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðinn 14-8. Leikmenn Buducnost tóku sig saman í andlitinu í hálfleiknum og komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Eftir átta mínútna leik var Buducnost búið að minnka forystuna niður í þrjú mörk 15-12. Gestirnir settu þá aftur í sjötta gír og juku forskotið á ný og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi, 26-21. 

Með þessum sigri er ungverska liðið komið með 20 stig og heldur topp sæti riðilsins, þremur stigum á undan CSKA sem getur komist í efsta sæti ef því tekst að vinna þá tvo leiki sem fyrir höndum eru gegn Podravka um helgina. Buducnost eru hins vegar í fimmta sæti riðilsins með 10 stig.           

Buducnost 21-26 Györ (8-14)
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 6, Allison Pineau 5, Itana Grbic 5, Katarina Dzaferovic 3, Ivona Pavicevic 1, Nadja Mehmedovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 16.
Mörk Györ: Estelle Nze Minko 6, Veronica Kristiansen 5, Anita Görbicz 4, Viktoria Lukacs 4, Stine Bredal Oftedal 2, Dorottya Faluvegi 2, Kari Battset 2, Anne Mette Hansen 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 8.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -