- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungversku meistararnir halda sigurgöngunni áfram

Adrianna Gorna leikmaður MKS Zaglebie Lubin sækir á milli Julia Harsfalvi og Emily Bölk liðsmanna FTC-Rail Cargo í Búdapest á laugardaginn. Corna og samherjar töpuðu með 13 marka mun, 35:22. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska meistaraliðið Györ hélt áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik um helgina. Liðið er það eina sem ekki hefur tapað leik í keppninni fram til þessa. Um helgina steinlágu þýsku meistararnir í Bietigheim, 34:26, þegar leikmenn Györ sóttu þá heim. Varnarleikur Györ var frábær og til að mynda hefur Bietigheim ekki skorað færri mörk í leik á tímabilinu en að þessu sinni.


Sjö umferðum er lokið í Meistardeildinni. Áttunda og síðasta umferð ársins fer fram um næstu helgi. Þráðurinn verður tekinn upp á nýjan leik 6. janúar. Framundan er heimsmeistaramót í desember þar sem allar þær bestu taka þátt.

Basl á Vipers

Hvorki gengur né rekur hjá Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, Vipers Kristiansand. Liðið tapaði fyrir Rapid í Búkarest um helgina eftir dramatískar lokasekúndur leiksins eins sjá má á myndskeiði aðeins neðar í þessari grein.

Vipers var í sókn á síðustu sekúndum en tapaði boltanum sem barst fram völlinn. Þar var brotið á leikmanni Rapid sem var á auðum sjó. Vítakasti var dæmt og úr því skoraði Andjela Janjusevic fyrir Rapid, 31:30.

Anna Vykahireva og Katrine Lunde léku ekki með Vipers í leiknum í Búkarest. Sú síðarnefnda hefur verið fjarri góðu gamni síðustu vikur vegna meiðsla. Það afsakar samt ekki tap norska liðsins að öllu leyti. Vipers byrjaði leikinn frábærlega og skoraði átta af fyrstu níu mörkunum áður en leikur liðsins hrökk í baklás.

Eftir fimm sigurleiki í upphafi keppninnar þá hefur Ikast tapað tveimur leikjum í röð, síðasta um helgina á heimavelli fyrir grönnum sínum í Esbjerg, 35:34, eftir mikla spennu.

Ekki líkleg til stórræða

Sænska liðið Sävehof og Lubin Zaglebie frá Póllandi eru lang slökustu liðin í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Þau reka lestina í sitt hvorum riðlinum og virðast ekki vera líkleg til stórræðanna.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:
IK Sävehof – Odense Håndbold 20:44 (11:21).
CSM Bucuresti – DVSC Schaeffler 29:29 (17:14).
Brest Bretagne – WHC Buducnost 20:20 (9:9).
SG BBM Bietigheim – Györi Audi ETO 26:34 (10:12).

Staðan:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:
CS Rapid Búkarest – Vipers Kristiansand 30:29 (10:13).
Ikast Håndbold – Team Esbjerg 34:35 (16:18).
Krim Mercator Ljubljana – Metz Handball 22:28 (10:14).
FTC Rail-Cargo – MKS Zaglebie Lubin 35:22 (12:8).

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -