- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Unnum okkar orrustur“

Nokkur hundruð Íslendingar fylgjast með landsliðinu í Búdapest. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Við vorum ákveðnir og unnum okkar orrustur í vörn sem sókn og vorum skynsamir frá upphafi til enda,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, við handbolta.is í Kaíró í kvöld eftir stórsigur, 39:24, á landsliði Alsír.


„Við misstum aldrei dampinn og gáfum þeim aldrei færi á okkur í 60 mínútur sem var mjög mikilvægt. Oft þegar maður nær svona góðu forskoti snemma leiks þá fer maður oft ómeðvitað að slaka aðeins á klónni en mér fannst við halda pressu á Alsíringum alveg til loka,“ sagði Ólafur Andrés sem var ánægður með áræðnina í sóknarleiknum. Þótt Alsírbúar breyttu um vörn þá komu aldrei kaflar þar sem hik var á sóknarleiknum.


„Tímasetningar í öllum árásum voru góðar, eins maður á mann. Boltinn gekk mjög vel, það gott flot á sóknarleiknum. Að sama skapi var varnarleikurinn frábær þar sem við unnum einnig maður á mann sem getur verið erfitt gegn snöggum mönnum.“
Ólafur sagði undirbúning leiksins hafa verið markvissan. „Það var vandaverk að kortleggja þá nákvæmlega fyrirfram en við gerðum það vel og okkar plan gekk svo sannarlega upp,“ sagði Ólafur Andrés Guðmunssson sem skoraði sex mörk í leiknum í kvöld, átti stoðsendingar og vann vítakast og sýndi mikla áræðni í sóknarleiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -