- Auglýsing -
- Auglýsing -

Upp í annað sæti á nýjan leik

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

ÍR komst á ný upp í annað sæti Grill66-deildar í dag þegar liðið vann Kórdrengi með 10 marka mun í Digranesi, 35:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.


ÍR-ingar eru með 29 stig eftir 18 leiki, eru stigi á eftir Herði en stigi á undan Fjölni sem á leik inni á tvö efstu liðin.


ÍR-ingar voru ekki í teljandi erfiðleikum með Kórdrengina í dag, ekki síst í síðari hálfleik þegar leiðir liðanna skildu fyrir fullt og fast.


Makverðir ÍR-liðsins voru öflugir og vörðu samtals 20 skot. Þar af varði Rökkvi Steinunnarson síðustu níu markskot Kórdrengja.


Mörk Kórdrengja: Eyþór Hilmarsson 7, Matthías Daðason 5, Arne Karl Wehmeier 4, Þorlákur S. Sigurjónsson 3, Egill Björgvinsson 2, Hrannar Máni Gestsson 2, Stefán Mickael Sverrisson 1, Guðfinnur Þorgeirsson 1.

Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 7, Viktor Sigurðsson 7, Gabríel Freyr Kristinsson 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Eyþór Ari Waage 3, Bjarki Steinn Þórisson 3, Bergþór Róbertsson 2, Egill Már Hjartarson 1, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -