- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Uppselt á úrslitaleik HM 21 árs landsliða í Berlín

Þýskir áhorfendur á undanúrslitaleik Þýskalands og Serbíu í gærkvöld. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Uppselt er á úrslitaleik Þýskalands og Ungverjalands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og eldri. Leikurinn fer fram í Max Schmeling Halle í Berlín og hefst klukkan 16. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti fyrir stundu að síðustu miðarnir vær seldir en tók ekki fram hversu margir miðar væru seldir.

Max Schmeling Halle rúmar rúmlega 9.000 áhorfendur í sæti svo sennilegt er að sá miðfjöldi hafi a.m.k. selst.

Miðasalan tók mikinn kipp í fyrradag eftir að þýska landsliðið komst í undanúrslit. Allt fór síðan á fulla ferð í gærkvöldi við miðasöluna, sem eingöngu fer fram á netinu, eftir að þýska landsliðið lagði Serba örugglega í undanúrslitum, 40:30.

Ekki metfjöldi

Þessi fjöldi áhorfenda er þó ekki met á úrslitaleik heimsmeistaramóts 21 árs landsliða karla. Alls mættu 32.000 áhorfendur á úrslitaleik Egypta og Dana á HM 1993 í Kaíró þegar Ísland hafnaði í þriðja sæti.

Ísland getur einnig hreppt bronsverðlaun á mótinu í dag. Áður en úrslitaleikur Þýskalands og Ungverjalands hefst mætir íslenska landsliðið því serbneska í viðureign um bronsið. Flautað verður til þeirra viðureignar klukkan 13.30 og mun handbolti.is fylgjast grannt með framvindu viðureignarinnar í beinni textalýsingu úr Max Schmeling Halle.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -