Uppselt er í Laugardalshöll á morgun á síðari viðureign Íslands og Grikklands í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik. HSÍ tilkynnti um miðjan daginn að síðustu miðarnir hafi verið keyptir í miðasölu midix.is. Vel yfir 2.000 stuðningsmenn Íslands verða því á leiknum sem verður næst síðasti heimaleikur íslenska landsliðsins í undankeppnini. Flautað verður til leiks klukkan 16.
Síðasti heimaleikurinn verður sunnudaginn 11. maí gegn Georgíu. Í millitiðinni mætir íslenska liðið Bosníu í Sarajevo miðvikudaginn 7. maí.
Með sigri á morgun tryggir íslenska landsliðið sé þátttökurétt í lokakeppni EM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Verður það í fjórtánda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM karla.
Vitað er fyrir víst að riðill sá sem Ísland hafnar í, ef allt gengur að óskum, verði leikinn í Kristianstad. Þar lék íslenska liðið einnig á fyrsta stigi HM 2023.