Eins og áður hefur komið fram á handbolta.is þá varð Fram deildarmeistari í Olísdeild kvenna eftir öruggan sigur á Val, 24:17, í Safamýri.
KA/Þór vann Aftureldingu örugglega, 36:21, og er þar með í öðru sæti fyrir lokaumferðina sem fram fer á fimmtudaginn og hefst klukkan 16. KA/Þór sækir Val heim á endasprettinum. Eins stigs munur er á liðunum. Munu þau því berjast um annað sæti deildarinnar og réttinn til að sitja yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst undir mánaðarmót. Tvö efstu liðin taka ekki þátt í fyrstu umferðinni.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir tryggði ÍBV annað stigið gegn Haukum á Ásvöllum, 27:27, í afar jöfnum leik. Hanna jafnaði metin úr vítakasti eftir að leiktíminn var út. Þar með er ÍBV öruggt um fjórða sæti og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hinsvegar liggur ekki fyrir hvort Haukar eða Stjarnan verður andstæðingur ÍBV í úrslitakeppninni.
Stjarnan á ennþá möguleika á fimmta sætinu. Liðið er tveimur stigum á eftir Haukum fyrir síðustu umferðina en þá mætast liðin í TM-höllin í Garðabæ. Liðin eru með sinn vinninginn hvort eftir leiki tímabilsins. Haukar unnu fyrri viðureignina með níu marka mun en Stjarnan þá síðari með sex marka mun.
Liðið sem hafnar í þriðja sæti leikur við það sem verður í sjötta sæti. Þá eigast við liðin í fjórða og fimmta sæti.
Úrslit og markaskor dagsins
Fram – Valur 24:17 (13:10)
Mörk Fram: Emma Olsson 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2/1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 23, 68% – Írena Björk Ómarsdóttir 2/1, 25%.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 5/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2/1, Thea Imani Sturludóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gíslasdóttir 14/1, 37%.
HK – Stjarnan 19:24 (10:11).
Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 4, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4/3, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 15/1, 38,5%.
Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 6/2, Britney Cots 5, Eva Björk Davíðsdóttir 4/1, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Katla María Magnúsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1.
Varin skot: Daija Zecevic 17 51,5% – Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 1, 25%.
Haukar – ÍBV 27:27 (13:12).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 5, Rakel Sigurðardóttir 3, Sara Odden 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 1, Berta Rut Harðardóttir 1/1, Berglind Benediktsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12/1, 30,8%.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7/4, Sunna Jónsdóttir 4, Karolina Olszowa 4, Lina Cardell 3, Marija Jovanovic 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 19, 41,3%.
KA/Þór – Afturelding 36:21 (24:7).
Mörk KA/Þórs: Aldís Ásta Heimisdóttir 10/1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7, Unnur Ómarsdóttir 6, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Anna Mary Jónsdóttir 3/2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Júlía Björnsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 15/2, 41,7%.
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 4, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 4/1, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Sylvía Björt Blöndal 1, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 10/2, 21,7%.
Staðan:
Fram 31 stig – 20 leikir.
KA/Þór 29 stig – 20 leikir.
Valur 28 stig – 20 leikir.
ÍBV 23 stig – 20 leikir.
Hauka 20 stig – 20 leikir.
Stjarnan 18 stig – 20 leikir.
HK 11 stig – 20 leikir.
Afturelding 0 stig – 20 leikir.
Leikir lokaumferðarinnar á fimmtudaginn kl. 16:
Stjarnan – Haukar.
ÍBV – Fram.
Valur – KA/Þór.
Afturelding – HK.