Handknattleikssamband Evrópu hefur tilkynnt val sitt á úrvalsliði Meistaradeildar kvenna á þessari leiktíð. Tveir leikmenn liðsins taka ekki þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem hófst í í Papp László Sportaréna-íþróttahöllinni í Búdapest í dag. Það eru Cristina Negu og Majda Mehmedovic.
Þessar skipa úrvalsliðið að þessu sinni:
Markvörður: Amandine Leynaud (Györ).
Vinstra horn: Mjada Mehmedovic (Buducnost).
Vinstri skytta: Cristina Negau (CSM Bukaresti).
Miðjumaður: Stine Oftedal (Györ).
Hægri skytta: Nora Mørk (Vipers).
Hægra horn: Viktoria Lukacs (Györ).
Línumaður: Pauletta Foppa (Brest).
Besti varnarmaður: Eduarda Amorim (Györ).
Efnilegasti leikmaður: Henny Reistad (Vipers).
Þjálfarinn: Ole Gustav Gjekstad (Vipers).