- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vængir og Berserkir færast niður um deild

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Flest bendir til þess að liðin Berserkir og Vængir Júpíters taki þátt í 2. deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Bæði léku í Grill66-deildinni, 1. deild, á nýliðnu keppnistímabili. Liðin tvö höfnuðu í tveimur neðstu sætum deildarinnar þegar upp var staðið í vor.


Verði raunin sú að Vængir Júpíters og Berserkir taki sæti í 2. deild er útlit fyrir að helmingur liða Grill66-deildar karla verði ungmennalið auk fimm hefðbundinna liða, þ.e. HK, Víkings Fjölnis, Þór Akureyri og Kórdrengja. Í vetur sem leið voru fimm ungmennalið af 11 þátttökuliðum í Grill66-deildinni.


Lið Vængja Júpíters verður venslalið Fjölnis á næsta keppnistímabili. Eftir því sem handbolti.is kemst næst þá stendur til að ungmennalið Fjölnis verði sett undir hatt Vængjanna sem er þegar í 2. deild.

Upphaflega var Vængjaliðið sett á laggirnar sem venslalið Fjölnis en þegar frá leið varð það ekki raunin og hópur leikmanna og þjálfara tók að sér að halda liðinu úti. Nú mun hafa verið ákveðið að hverfa aftur til venslaliðasamvinnunnar.


Berserkir eru venslalið Víkings og var skráð til leiks í Grill66-deildinni á síðasta sumri eftir að Víkingur færðist upp í Olísdeildina í kjölfar þess að lið Kríu heltist úr lestinni. Eftir því sem næst verður komist er talsverð áhersla lögð á það innan Víkings að halda áfram úti liði Berserkja enda mikilvægur vettvangur pilta sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -