- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valinn í úrvalsliðið fyrir lokaumferðina

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður Skanderborg AGF og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, heldur áfram að gera það gott með Skanderborg AGF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann var að þessu sinni valinn í úrvalslið 25. og næst síðustu umferðar eftir leikina í vikunni. Á dögunum var Donni valinn besti leikmaður marsmánaðar í deildinni.


Donni var valinn í lið 25. umferðar eftir að hafa leikið afar vel með Skanderborg AGF gegn Ringsted á þriðjudagskvöld. Hann skoraði níu mörk í 12 skotum, átti þrjár stoðsendingar, og var einu sinni vikið af leikvelli.

Hefur skorað 115 mörk

Fyrir síðustu umferð úrvalsdeildarinnar í dag er Donni í 16. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn með 115 mörk í 218 skotum. Einnig hefur hann gefið 50 stoðsendingar og er í 30. sæti á þeim lista.

Elvar er efstur

Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg, er hæstur Íslendingar á stoðsendingalistanum í 22. sæti með 55 sendingar á samherja sem skilað hafa mörkum.

Sem fyrr segir þá verður síðasta umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki leikin í dag. Íslendingar verða í eldlínunni í nokkrum leikjanna.

Bjerringbro/Silkeborg – Grindsted.
-Guðmundur Bragi Ástþórsson leikur með Bjerringbro/Silkeborg.
TTH Holstebro – TMS Ringsted.
-Arnór Atlason er þjálfari TTH Holstebro.
Skanderborg AGF – Fredericia HK.
-Kristján Örn, Donni, leikur með Skanderborg AGF.
-Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia HK og Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með liðinu.
Skjern – Ribe-Esbjerg.
-Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson eru leikmenn Ribe-Esbjerg.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -