- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn æfa í Chalkida í dag – fara til Aþenu í kvöld

Róbert Aron Hostert og samherjar í Val eru komnir til Grikklands og byrjaðir að búa sig undir úrslitaleikinn við Olympiacos á morgun. handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

Leikmenn handknattleiksliðs Vals og fjölmennur hópur stuðningsmanna liðsins komu heilu og höldnu til Chalkida í Grikklandi í gærkvöld. Chalkida er í 80 km austur af Aþenu. Á morgun mætir Valur liði Olympiacos í síðari viðureigninni í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í íþróttahöll Olympiacos í Aþenu.

Til Aþenu í kvöld

Valsmenn æfa í keppnishöllinni í Chalkida í dag en færa sig inn til Aþenu að æfingunni lokinni og dvelja á hóteli Aþenu aðfaranótt leikdagsins. Úrslitaleikurinn verður í körfuknattleikshöll Olympiacos, Peace and Friendship Stadium.
Valsliðið mun taka létta æfingu í keppnishöllinni árla dags á morgun að staðartíma en úrslitaleikurinn hefst klukkan 20, eða 17 að íslenskum tíma.

Ventu kvæði sínu í kross

Upphaflega stóð til að úrslitaleikurinn færi fram í Chalkida en fyrir viku ventu forráðamenn Olympiacos kvæði sínu í kross og ákváðu að leika í körfuknattleikshöllinni góðu sem getur tekið við allt að 12 þúsund áhorfendum.

Sjá einnig: Grikkir reyna að slá Valsmenn út af laginu – skipta um leikstað


Eftir því sem næst verður komist eru um 70 stuðningsmenn Vals með í för. Þeir gista áfram í Chalkida en verða fluttir með fólksflutningsbílum að og frá leikstað í Aþenu á morgun. Þegar ákveðið var að færa leikinn til Aþenu hafði hópurinn þegar verið bókaður á hótel í Chalkida og allt annað en einfalt var að afbóka og leita að nýjum gististað fyrir allan hópinn í Aþenu.

Valur vann heimaleikinn á síðasta laugardag með fjögurra marka mun, 30:26.

Serbarnir Marko Sekulic og Vladimir Jovandiv dæma leikinn á morgun. Eftirlitsmaður EHF verður Norðmaðurinn Dagfinn Villanger.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -