- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn eru betri um þessar mundir

Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Í upphafi vil ég óska Valsmönnum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru betri en við um þessar mundir,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að ÍBV tapaði fyrir Val, 31:30, í fjórða og síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Vestmannayejum í kvöld. Valur vann þar með þrjá leiki í rimmunni við ÍBV.


„Einvígið var skemmtilegt. Undir lokin í kvöld munaði nærri því engu, eitt frákast sem þeir ná eftir að markvörður okkar varði vítakast. Heppni í lokin en hún er eitthvað sem menn ávinna sér,“ sagði Erlingur.

Stórt skref inn í næsta tímabil

„Valsmenn eru sterkastir og þannig er það en við uxum í úrslitakeppninni sem er frábært. Við fengum tíu leiki í úrslitakeppninni sem var mjög gott fyrir hópinn sem er skipaður meðal annars fullt af ungum strákum sem nýttu sitt tækifæri mjög vel. Ég lít á þessa leiki sem stórt skref að næsta keppnistímabili,“ sagði Erlingur sem var svo kappsamur að hann sagðist gjarnan vilja hefja undirbúning fyrir næsta tímabil strax á morgun.

Gerðum allt sem við gátum

„Við gerðum allt rétt í leikjunum og gerðum það sem við gátum ef undan er skilinn einn hálfeikur í fyrsta leiknum við Val. Alls lékum við sjö góða hálfleika gegn Val og vorum alltaf með.“

Besta dómgæslan

Erlingur sagði ljóst að þegar leikirnir væru skoðaður þá kæmi í ljós hversu miklu munaði um dómgæsluna. „Besta dómgæslan var í öðrum og fjórða leik rimmunnar. Þeir voru virkilega vel dæmdir og kannski hefði HSÍ getað gert betur á þeim vettvangi,“ sagði Erlingur ennfremur.

Höldum okkar striki

„Valsmenn eru bestir um þessar mundir og nú er það okkar næsta verkefni að geta betur á næsta keppnistímabili. Ekkert annað kemur til greina. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessum hóp og vildi gjarnan byrja nýtt tímabil strax á morgun. Við höldum okkar striki óhikað,“ sagði Erlingur Richardsson sem á von á því að halda áfram þjálfun ÍBV-liðsins en samningur hans við félagið er að renna út um þessar mundir. „Ég er að minnsta kosti ekkert á förum.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -