- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópu

Valur stendur vel að vígi eftir átta mark sigur í fyrri leiknum við Baia Mare. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Valur er kominn í undanúrslit í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla eftir að hafa lagt rúmenska liðið CSA Steaua Búkarest öðru sinni í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld, 36:30, í N1-höllinni á Hlíðarenda.

Valur mætir öðru rúmensku liði, CS Minaur Baia Mare, í undanúrslitum sem fram fara tvær síðustu helgarnar í apríl.

Þetta er í annað sinn á sjö árum sem Valur nær svona langt í Evrópubikarkeppni karla, sem áður nefndist Áskorendabikarinn.

Eftir eins marks sigur Valsara í fyrri viðureigninni í Búkarest síðasta sunnudag, 36:35, tóku leikmenn Vals öll völd í upphafi leiksins í dag. Þeir voru með níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik og sigldu síðan öruggum sigri í höfn í síðari hálfleik þótt vissulega hafi aðeins lifnað yfir leikmönnum Steaua.

Reynslumennirnir Alexander Petersson, Björgvin Páll Gústavsson og Magnús Óli Magnússon fóru á kostum. Alexander skoraði átta mörk í níu skotum og Björgvin Páll var með 42% hlutfallsmarkvörslu auk þess að skora í tvígang. Magnús Óli var með fullkomna nýtingu.

Annars léku flestir leikmenn Vals einn sinn besta leik á tímabilinu og liðið toppaði svo sannarlega þegar mestu máli skipti.

Mörk Vals: Alexander Petersson 8, Magnús Óli Magnússon 7, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Róbert Hostert 4, Andri Finnsson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Björgvin Páll Gústavsson 2, Vignir Stefánsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 1, Ísak Gústafsson1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19, 42,2%.

Sjá einnig:
Magnús Óli skaut Valdimar niður!
Fyrri undanúrslitaleikur Vals verður á heimavelli

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -