- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnús Óli skaut Valdimar niður!

Magnús Óli Magnússon er orðinn markahæstur Valsmanna í Evrópukeppni og fleiri leikir eftir á leiktíðinni. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Magnús Óli Magnússon náði því að skjóta Valdimar Grímsson niður úr efsta sætinu á listanum yfir markahæstu leikmenn Vals í Evrópuleikjum í handknattleik. Magnús Óli skoraði 7 mörk gegn Steaua Búkarest í sigurleiknum, 36:30, á Hlíðarenda í kvöld og hefur hann skorað 155 Evrópumörk fyrir Val, en Valdimar hafði skorað 149 mörk.

Þriðji Valsmaðurinn sem hefur rofið 100 marka múrinn er Benedikt Gunnar Óskarsson, með 117 mörk, en hann skoraði 4 mörk í kvöld.

Hér er listinn yfir þá Valsmenn sem hafa skorað flest mörk fyrir Val í Evrópukeppnum í handknattleik:

Nafn:Mörk
Magnús Óli Magnússon155
Valdimar Grímsson  149
Benedikt Gunnar Óskarsson  117
Baldvin Þorsteinsson  97
Dagur Sigurðsson 95
Þorbjörn Guðmundsson   94
Vignir Stefánsson    88
Jón Pétur Jónsson 86
Brynjar Harðarson 84
Jón Kristjánsson   80
Jakob Sigurðsson  75
Anton Rúnarsson74
Stiven Tobar Valencia 72
Arnór Snær Óskarsson    67
Júlíus Gunnarsson66
Ólafur Stefánsson   62
Jón H. Karlsson         60

Sjá einnig:
Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópu
Fyrri undanúrslitaleikur Vals verður á heimavelli

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -