- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn geta gengið hnarrreistir frá tapleik

Finnur Ingi Stefánsson fagnar marki í Origohöllinni í kvöld. Mynd/Baldur Þorgilsson
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar Vals geta gengið hnarrreistir frá viðureign sinni við Flensburg í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld þrátt fyrir fimm marka tap, 37:32. Valsmenn veittu andstæðingum sínum frá Þýskalandi verðuga keppni frá upphafi til enda, sýndu þeim enga virðingu og lögðu sig alla í leikinn.

Valur var tveimur mörkum undir í hálfleik, 18:16. Mestur varð munurinn þrjú mörk í fyrri hálfleik, 14:11, og sex mörk í þeim síðari.

Valsmenn verða ekki sakaðir um að hafa ekki lagt allt í sölurnar í leiknum gegn Flensburg í kvöld. Menn drógu ekkert af sér og héldu áfram þrátt fyrir að vera laskaðir, t.d. Magnús Óli Magnússon.


Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir voru frábærir og Stiven Tobar Valencia var leikmönnum Flensburg stöðug ógn. Magnús Óli lagði krafta sína í leikinn meðan hann gat en hann hefur glímt við meiðsli og var ekki heill heilsu. Þorgils Jón Svölu Baldursson, Alexander Örn Júlíusson og Aron Dagur Pálsson stóðu sig frábærlega í vörninni og Aron Dagur var einnig óhræddur í sókninni.


Næsti leikur Vals í keppninni verður við PAUC í Aix í Frakklandi eftir viku. Þar á eftir tekur við viðureign við Ferencváros í Búdapest eftir hálfan mánuð. Eftir þrjár vikur tekur við heimaleikur við Ystad. Þeir sem troðfylltu Origohöllina í kvöld hljóta að mæta á á nýjan leik eftir þrjár vikur.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 9, Stiven Tobar Valencia 6, Arnór Snær Óskarsson 5, Aron Dagur Pálsson 4, Magnús Óli Magnússon 3, Agnar Smári Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 20% – Motoki Sakai 1, 17%.
Mörk Flensburg: Teitur Örn Einarsson 7, Mads Mensah 6, Simon Hald 5, Johan á Plógv Hansen 5, Johannes Golla 4, Emil Jakobsen 3, Lasse Kjær Möller 3, Gøran Søgard Johannessen 2, August Basker Pedersen 2.
Varin skot: Kevin Møller 4, 15% – Benjamin Buric 3, 30%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í Origohöllinni í frábærri stemningu að viðstöddum nærri 2.000 áhorfendum. Textalýsing hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -