- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn geta mætt gömlum samherja í fyrstu umferð

Íslandsmeistarar Vals fagna Íslandsmeistaratitlinum í júní. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla verða að mæta til leiks strax í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer síðustu helgina í ágúst og í fyrstu helgi september. Þetta kemur fram í styrkleikaröðun liðanna sem taka þátt í keppninni og gefinn hefur verið út.


Valur verður í neðri flokki þegar dregið verður 20. júlí til fyrstu umferðar keppninnar.

Meðal þeirra liða sem Valur getur dregist gegn eru Rhein-Neckar Löwen frá Þýskalandi, sem Ýmir Örn Gíslason fyrrverandi leikmaður Vals leikur með, GOG frá Danmörku, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Alpla HC Hard frá Austurríki en Hannes Jón Jónsson tók við þjálfun liðsins á dögunum.


Liðin 16 í efri styrkleikaflokki eru:
Balatonfüredi KSE, Ungverjalandi.
RK Nexe, Króatíu.
HC Prolet 92, Norður Makedóníu.
Rhein-Neckar Löwen, Þýskalandi.
SL Benfica, Portúgal.
GOG, Danmörku.
KS Azoty-Pulawy SA, Póllandi.
BM Logrono La Rioja, Spáni.
RK Porec, Króatíu.
Ystads IF HF, Svíþjóð.
Kadetten Schaffhausen, Sviss.
Dobrogea Sud Constanta, Rúmeníu.
CSKA, Rússlandi.
RK Trimo Trebnje, Slóveníu.
Alpla HC Hard, Austurríki.
ÖIF Arendal, Noregi.


Eitthvað af ofangreindum liðum verður andstæðingur Vals í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -