- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn mæta Arnari, Elvari og félögum í Kassel

Daníel Örn Guðmundsson, Kári Árnason sjúkraþjálfari, Agnar Smári Jónsson og Finni Jóhannsson og fleiri á leið til æfingar. Mynd/Valur
- Auglýsing -


Valsmenn eru staddir í Kassel í Þýskalandi þar sem þeirra bíður það verk að mæta öðru af tveimur efstu liðum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, MT Melsungen, í þriðju umferð F-riðils Evrópudeildar karla í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 að íslenskum tíma í Rothenbach-Halle í Kassel. Eftir því sem næst verður komist verður hægt að horfa á leikinn gegn endurgjaldi á netinu hjá Livey.

  • Valsarar komu til Kassel síðdegis á sunnudaginn og hafa tekið tvær góðar æfingar í keppnishöllinni undir stjórn Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann sagði í samtali við handbolta.is í morgun að aðstæður væru til fyrirmyndar. Sjálfur er hann með sína vöskustu sveit með í för, þá sömu og gerði jafntefli við FC Porto í Kaplakrika fyrir viku, 27:27.
  • Leikmenn Vals í kvöld: Björgvin Páll Gústavsson (m), Jens Sigurðarson (m) – Bjarni Í Selvindi, Agnar Smári Jónsson, Viktor Sigurðsson, Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Daníel Örn Guðmundsson, Ísak Gústafsson, Dagur Leó Fannarsson, Miodrag Corsovic, Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon, Allan Norðberg, Alexander Petersson, Kristófer Máni Jónasson, Andri Finnsson.
  • Með MT Melsungen leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Báðir komu þeir til félagsins sumarið 2021.
  • Alexander Petersson leikmaður Vals lék með MT Melsungen keppnistímabilið 2021/2022.
  • MT Melsungen hefur unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í F-riðli Evrópudeildarinnar, 28:23 á móti Porto í Porto og 34:18 gegn HC Vardar í Rothenbach-Halle í Kassel fyrir viku.
  • Valinn maður er í hverju rúmi hjá MT Melsungen, eins og nærri má geta um lið sem er í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki. M.a. má nefna Nebojsa Simic, Aaron Mensing og ungstirnið Ian Barrufet, son hins þekkta spænska landsliðsmarkvarðar David Barrufet.
  • Pólski markvörðurinn Adam Morawski er ekkert lamb að leika við. Hann var með 50% markvörslu gegn HC Vardar fyrir viku, 17 skot.
  • Örvhenta stórskyttan, Dainis Kristopans, tekur ekki þátt í viðureigninni í kvöld. Alltént er nafn hans ekki á leikskýrslu sem gefin var út í morgun. Sennilega vegna meiðsla því hann tók þátt í sigri Melsungen á Füchse Berlin á laugardaginn, 33:31.
  • Þjálfari Melsungen er Spánverjinn Roberto Parrondo. Hann tók við þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson hvarf frá þjálfun Melsungen haustið 2021. Parrondi til aðstoðar eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, Finn Lemke og markvörðurinn Carsten Lichtlein. Lemke kom inn í þjálfarateymið í síðasta mánuði.
  • Keppnishöllin, Rothenbach-Halle, rúmar 4.300 áhorfendur í sæti.
  • Rétt er að ítreka að eftir því sem næst verður komist verður hægt að horfa á leikinn gegn endurgjaldi á netinu hjá Livey.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -