- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn settu undir lekann

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Valsmenn komust á sigurbraut á nýjan leik í Olísdeild karla í handknattleik með öruggum sigri á Gróttu, 30:28, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn náðu að hlaupa með leikmönnum Vals í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skildu leiðir eftir að Valsliðinu tókst að styrkja vörn sína og setja undir þá leka sem vart varð í fyrri hálfleik.


Fyrri hálfleikur á Hertzhöllinni var fjögurgur og jafn. Aldrei munað meira en einu marki á liðunum fyrr en um fimm mínútur voru til hálfleiks. Þá náði Valur fyrst tveggja marka mun, 14:12. Það var skammgóður vermir því Gróttumenn bitu frá sér á nú og aðeins var eins mark munur í hálfleik, 16:15. Varnarleikurinn sat á hakanum hjá liðunum í fyrri hálfleik og markvarvarslan var þar af leiðandi ekkert sérstök, sérstaklega hjá Val. Stefán Huldar Stefánsson varði nokkur skot í marki í Gróttu á upphafskaflanum en réði svo ekki neitt við neitt þegar á leið.
Athygli vakti að Gróttumenn gripu ekki til herbragðs síns í fyrri hálfleik að leika með sjö menn í sókn.
Valsmenn hófu síðari hálfleik af meiri ákafa. Þeim tókst að loka betur vörn sinni auk þess sem Einar Baldvin Baldvinsson varði nokkur skot. Gróttumenn áttu í mestu vandræðum og ef ekki hefði verið fyrir Stefán Huldar, markvörð, hefði Valur verið kominn með meira en fimm marka forskot, 20:15, eftir tíu mínútur í síðari hálfleik.
Fjögurra til fimm marka forskot hélst þar til 10 mínútur voru eftir þegar Gróttumenn af harðfylgi tókst að minnka muninn í tvö mörk, 25:23, og fengu möguleika á komast forystu Vals niður í eitt mark. Það tókst ekki. Þeir voru í vandræðum með sóknarleik sinn alla síðari hálfleikinn gegn ákveðinni vörn Valsmanna.

Þegar upp var staðið vann Valur öruggan sigur heldur sínu striki á meðal efstu liða. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til til kynna.
Valur lék sem fyrr án Agnars Smára Jónsson, Róberts Arons Hostert og Þorgils Jóns Svölu-Baldurssonar. Allir eru þeir á sjúkralista.


Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 9/4, Birgir Steinn Jónsson 5, Gunnar Dan Hlynsson 4, Satouro Goto 4, Daníel Örn Griffin 3, Hannes Grimm 3.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 18 skot, 40%.
Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 7/5, Arnór Snær Óskarsson 6, Magnús Óli Magnússon 6, Stiven Tobar Valencia 4, Atnon Rúnarsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 4 skot – 14,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -