- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn skildu FH-inga eftir í síðari hálfleik

Þorgils Jón Svölu-Baldursson lék stórt hlutverk jafnt í vörn sem sókn Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Framúrskarandi varnarleikur Valsmanna og stórleikur Ungverjans, Martin Nágy markvarðar, lögðu grunn að afar öruggum sigri Valsmanna á FH-ingum í Olísdeild karla í Origohöllinni í kvöld, 33:26. Eftir jafna stöðu í hálfleik, 15:15, tóku leikmenn Vals völdin í leiknum í síðari hálfleik án þess að FH-ingar tækist að fá nokkuð við ráðið.


Reiknað var með að Valur myndi eiga undir högg að sækja í Origohöllinni. Anton Rúnarsson og Stiven Tobar Valencia voru í leikbanni auk þess sem Alexander Örn Júlíusson og Finnur Ingi Magnússon eru meiddir. Það varð öðru nær. Róbert Aron Hostert mætti til leiks aftur eftir rúmlega mánaðar fjarveru vegna meiðsla. Reyndar voru Valsmenn lengi í gang en þegar þeir komust á skrið fengu FH-ingar ekki við neitt ráðið.


Tumi Steinn Rúnarsson lék einnig afar vel fyrir Valsliðið og síðan hafði endurkoma Róberts Arons sitt að segja. Þorgils Jón Svölu Baldursson var allt í öllu, jafnt í vörn sem sókn.


Skarð var fyrir skildi að Ásbjörn Friðriksson tók lítið þátt í leiknum fyrir FH en hann er óumdeilanlega kjölfesta liðsins nú sem fyrr. Ásbjörn var með í fyrstu sóknum liðsins en fór síðan af leikvelli og kom ekki aftur við sögu. Meiðsli eru greinilega að hrjá hann eins og í viðureigninni við ÍBV fyrir rúmri viku.

Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar í Val hafa unnið tvo góða sigra á síðustu vikum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 10/5, Vignir Stefánsson 6, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 5, Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Róbert Aron Hostert 2, Arnór Snær Óskarsson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 18 – 40,9% – Einar Baldvin Baldvinsson 1/1, 100%.

Mörk FH: Einar Örn Sindrason 7, Ágúst Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 4/2, Egill Magnússon 3, Birgir Már Birgisson 3, Arnar Freyr Ársælsson 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 9, 26,5% – Birkir Fannar Bragason 7, 46,7%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -