- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valsmenn svifu áfram í sextán liða úrslit

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Valur tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á úkraínska meistaraliðinu HC Motor, 33:28, í Origohöllinni. Valsmenn unnu einnig fyrri viðureignina og fara áfram samanlagt með markatöluna, 69:59.


Valur var með leikinn í hendi sér frá byrjun til enda. Forskotið var fjögur mörk í hálfleik, 16:12, eftir að leikmenn HC Motor höfðu náð að sprikla á upphafsmínútunum og vera marki yfir, 6:5 eftir 14 mínútur. Valsarar svöruðu með sex mörkum í röð í kjölfarið og náðu góðu forskoti. Munurinn var mestur sjö mörk í fyrri hálfleik.

Úkraínumennirnir náðu að minnka forskot Vals niður í tvö mörk í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki.

Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Viktor Sigurðsson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Ísak Gústafsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Andri Finnsson 2, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11, 29,8% – Arnar Þór Fylkisson 2, 50%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -