- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur á lið ársins 2022 – fyrst handboltaliða

Karlalið Vals í handknattleik er lið ársins 2022. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla eru lið ársins 2022 að mati félaga í Samtökum íþróttafréttamanna. Valsmenn tóku við viðurkenningu sinni í kvöld í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn síðan byrjað var að kjósa lið ársins sem handknattleikslið verður fyrir valinu. Lið ársins var fyrst valið árið 2012.


Karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í öðru sæti með 85 stig, 26 stigum á eftir Valsliðinu. Liðin tvö höfðu talsverða yfirburði í kjörinu því í þriðja sæti varð kvennalandsliðið í fótbolta með 19 stig.


Lið ársins 2022 – stigagjöf:
1. Valur, meistaraflokkur karla í handbolta – 111.
2. Íslenska karlalandsliðið í handbolta – 85.
3. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta – 19.
4. Valur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta – 16.
Breiðablik, meistaraflokkur karla í fótbolta – 16.
6. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta – 14.
7. Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum – 11.
8. Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfubolta – 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -