- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur deildarmeistari annað árið í röð – áfram spenna í botnbaráttunni

Deildarmeistarar Vals stiga sigurdans í Hertzhöllinni í kvöld. Ljósmynd/Facebook-síða Vals
- Auglýsing -


Valur varð í kvöld deildarmeistari í Olísdeild kvenna annað árið í röð. Deildarmeistaratitilinn var innsiglaður með 11 marka sigri á Gróttu, 30:19, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Valsliðið hefur tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina eftir viku. Hvernig sem sá leikur fer er víst að deildarmeistaratitillinn verður ekki hrifsaður frá Íslandsmeisturunum.

Ennþá er spenna í botnbaráttu Olísdeildar. Þrjú neðstu lið deildarinnar standa í sömu sporum og þau voru fyrir leikina í kvöld vegna þess að þau töpuðu öll. Auk taps Gróttu fyrir Val þá beið Stjarnan lægri hluti í viðureign sinni við Selfoss í Hekluhöllinni, 30:26. Einnig máttu leikmenn ÍBV bíta í það súra epli að tapa viðureign sinni gegn Fram í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal, 29:22.


Fram er áfram í öðru sæti tveimur stigum á eftir Val en tveimur stigum fyrir ofan Hauka sem sitja sem fastast í þriðja sæti. Hauka unnu öruggan sigur á ÍR í kvöld, 26:19, á Ásvöllum.
Sigur Selfoss á Stjörnunni tryggði Selfossliðinu fjórða sæti Olísdeildar fyrir lokaumferðina og þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Selfoss er tveimur stigum á undan ÍR sem er í fimmta sæti. Fari svo eftir síðustu umferðina eftir viku að liðin standi jöfn að stigum á stendur Selfossliðið betur að vígi í innbyrðisviðueignum sem nemur tveimur mörkum.

Leikir 21. og síðustu umferðar 3. apríl:
Selfoss – Fram.
ÍBV – Haukar.
ÍR – Grótta.
Valur – Stjarnan.

Staðan í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins

Grótta – Valur 19:30 (8:17).
Mörk Gróttu: Katrín S. Thorsteinsson 7, Karlotta Óskarsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 3, Elísabet Ása Einarsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Katrín Arna Andradóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 5, 17,9% – Anna Karólína Ingadóttir 3, 50%.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 17, 60,7% – Silja Arngrímsdóttir Müller 0.

Tölfræði HBStatz.

Fram – ÍBV 29:22 (14:14).
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 7, Berglind Þorsteinsdóttir 5/4, Harpa María Friðgeirsdóttir 5, Alfa Brá Hagalín 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Valgerður Arnalds 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Íris Anna Gísladóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12, 38,7% – Ethel Gyða Bjarnasen 3, 50%.
Mörk ÍBV: Britney Emilie Florianne Cots 5, Birna Berg Haraldsdóttir 5/2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 3, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Herdís Eiríksdóttir 2, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 9, 26,5% – Bernódía Sif Sigurðardóttir 2.

Tölfræði HBStatz.

Haukar – ÍR 26:19 (11:9).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7/1, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Sara Odden 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 11/2, 40,7% – Sara Sif Helgadóttir 2/1, 40%.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Anna María Aðalsteinsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4/2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 9, 25,7%.

Tölfræði HBStatz.

Stjarnan – Selfoss 26:30 (12:18).
Mörk Stjörunnar: Embla Steindórsdóttir 10/1, Anna Karen Hansdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 16, 35,6%.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9/2, Katla María Magnúsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 15/3, 36,6%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -