- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur fer með fjögurra marka forskot til Grikklands

Andri Finnsson og samherjar í Val eiga fyrir höndum tvo mikilvæga Evrópuleiki á næstu dögum. Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

Valur fer með fjögurra marka forkot til Grikklands í síðari úrslitaleikinn við Olympiacos í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik eftir 30:26 sigur í N1-höllinni á Hlíðarenda í fyrri viðureign liðanna í dag. Staðan var jöfn, 14:14, eftir fyrri hálfleik.

Troðfullt var í N1-höllinni og frábær stemning á meðal áhorfenda sem tóku hressilega þátt í leiknum frá upphafi til enda. Hátt í 2.000 áhorfendur mættu á þennan síðasta heimaleik handknattleiksliðs Vals á leiktíðinni og fór vafalaust með góðar minningar út í vorkvöldið í Reykjavík.

Síðari viðureignin fer fram í Chalkida, talsvert austur frá Aþenu á næsta laugardag. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja verður Evrópubikarmeistari.

Eftir jafnar 45 mínútur voru Valsmenn sterkari síðasta korterið. Þeim tókst að loka betur varnarleiknum og náðu hröðum upphlaupum en annars tókst leikmönnum Olympiacos lengst af að halda hraðanum niðri.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10, Magnús Óli Magnússon 5, Agnar Smári Jónsson 3, Andri Finnsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 2, Vignir Stefánsson 2, Alexander Petersson 2, Ísak Gústafsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 33,3%.
Mörk Olympiacos: Savvas Savvas 10, Ivan Sliskovic 4, Ivan Vida 3, Nikolas Passias 3, Angel Montoro 3, Miha Kavcic 2, Grigoris Tzimpoulas 1.
Varin skot: Konstantinos Kotanidis 9, 25% – Panagiotis Papantonopoulos 0.

Pólverjarnir Jakub Jerlecki og Maciej Labun dæmdu leikinn. Þeir voru framúrskarandi.

Handbolti.is var á Hlíðarenda og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -