Valur 2 settist í þriðja sæti Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld eftir sannfærandi sigur á ÍH, 35:30, í Kaplakrika. Staðan var jöfn að fyrri hálfleik loknum, 15:15. Vel samæft lið Valsmanna var sterkara í síðari hálfleik og vann á sannfærandi hátt.
Valur hefur þar með 18 stig að loknum 14 leikjum, einu stigi ofar en Hörður sem situr í fjórða sæti. Liðin eiga eftir að mætast en viðureign þeirra var frestað í október. Haukar eru stigi á eftir Herði og eiga einnig viðureign til góða.
Víkingur og Grótta eru lang efst í deildinni, með 26 stig hvort, að loknum 15 leikjum.
Hlé hefur nú verið gert á keppni í Grill 66-deild karla fram til 31. janúar.
Mörk ÍH: Bjarki Jóhannsson 8, Brynjar Narfi Arndal 4, Chaouachi Mohamed Khalil 3, Ari Valur Atlason 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Daníel Breki Þorsteinsson 2, Veigar Snær Sigurðsson 2, Þórarinn Þórarinsson 2, Axel Þór Sigurþórsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Kristján Rafn Oddsson 1, Róbert Dagur Davíðsson 1, Sigfús Hrafn Þormar 1.
Varin skot: Kristján Rafn Oddsson 10, Birkir Fannar Bragason 1.
Mörk Vals 2: Dagur Leó Fannarsson 9, Logi Finnsson 7, Sigurður Atli Ragnarsson 6, Bjarki Snorrason 4, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 4, Kári Steinn Guðmundsson 2, Dagur Ármannsson 1, Ísak Buur Þormarsson 1, Jens Sigurðarson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 18.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



