- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur hefur fjögurra stiga forskot – Afturelding lyfti sér af botninum

ÍR-ingar halda áfram að gera það gott í Olísdeild kvenna. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur hefur fjögurra stiga forystu í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir stórsigur á næst efsta liði deildarinnar, Haukum, í Origohöllinni í 13. umferð deildarinnar sem fram fór í gærkvöld. Þórey Anna Ásgeirsdóttir hélt upp á framlengingu samnings sína við Val á dögunum með því að skora 11 mörk í 11 marka sigri á Haukum, 30:19. Haukar skoruðu aðeins fimm mörk í síðari hálfleik.

Fram treysti stöðu sína í þriðja sæti með níu marka sigri á ÍBV í Úlfarsárdal, 31:22. Fram hefur þar með fjögurra stiga forskot á ÍBV í þriðja sæti og er aðeins stigi á eftir Haukum sem sitja í öðru sæti.

Tók fram skóna

ÍR-ingar nálgast ÍBV eftir að hafa unnið Stjörnuna, 24:21, í Mýrinni í Garðabæ. ÍR var þremur mörkum undir í hálfleik, 11:8, en lék síðan afar vel í síðari hálfleik og sneri þá við taflinu.

Þjálfari liðsins og fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, Sólveig Lára Kjærnested, tók fram skóna og lék með ÍR og skoraði m.a. eitt mark. Hún hefur þar með jafnað sig vel af hásinarsliti í vor. Skarð var fyrir skildi hjá ÍR-ingum að Sara Dögg Hjaltadóttir lék ekki með.

Hildur Öder Einarsdóttir, markvörður ÍR, kunni vel við sig á gamla heimavellinum og varði 15 skot, þar af eitt vítakast.

Afturelding lyfti sér af botni deildarinnar og upp í sjötta sæti með stórsigur á KA/Þór í Mosfellsbæ, 23:13. Aftureldingarliðið var öll ráð í hendi sér frá byrjun til enda. KA/Þór situr þar með í neðsta sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni. Hvort lið hefur fimm stig.

Vegna þess að eini starfsmaður handbolta.is er í Þýskalandi þessa dagana verður umfjöllun 13. umferð Olísdeildar kvenna ekki ýtarlegri.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Afturelding – KA/Þór 23:13 (10:6).
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 6, Ragnhildur Hjartardóttir 6, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Sylvía Björt Blöndal 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 12, 48%.
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 3/3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Nathalia Soares Baliana 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1, Bríet Kolbrún Hinriksdóttir 1, Rafaele Nascimento Fraga 1.
Varin skot: Matea Lonac 12/2, 34,3%.

Valur – Haukar 30:19 (16:14).
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 11/6, Thea Imani Sturludóttir 6, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 6, 40% – Hafdís Renötudóttir 3, 23,1%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/3, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8/1, 25,8% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 12,5%.

Stjarnan – ÍR 21:24 (11:8).
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Anna Karen Hansdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 3/2, Embla Steindórsdóttir 3/1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 8/2, 25%.
Mörk ÍR: Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 7, Matthildur Lilja Jónsdóttir 6, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Karen Tinna Demian 2, Sólveig Lára Kjærnested 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 15/1, 41,7%.

Fram – ÍBV 31:22 (14:8).
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 8, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 4, Íris Anna Gísladóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3/2, Valgerður Arnalds 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2/2.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 6, 28,6% – Andrea Gunnlaugsdóttir 4, 36,4%.
Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 7, Sunna Jónsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Amelía Einarsdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 8, 22% – Réka Edda Bognár 0.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -