- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur hefur klófest svartfellskan línumann

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Evrópubikarmeistara Vals hefur fengið liðsauka. Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

Valur hefur samið við svartfellska línumanninn Miodrag Corsovic um að hann leiki með liði félagsins á komandi leiktíð. Frá þessu var sagt á Instagram í gær. Corsovic hefur undangengin þrjú keppnistímabil verið í herbúðum Trimo Trebnje í Slóveníu. M.a. lék hann öll tímabilin þrjú með liðinu í Evrópudeildinni og skoraði samanlagt fimm mörk.

Samkvæmt gagnagrunni Handknattleikssambands Evrópu er Corsovic 24 ára gamall, 198 sentímetrar á hæð og 97 kíló að þyngd.

Gangi allt að óskum verður Corsovic klár í slaginn með Val gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í Kaplakrika á miðvikudagskvöld og síðan á móti RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar á laugardaginn eftir viku á Hlíðarenda.

„Það er mikil spenna og ánægja að fá Mio til okkar en hann mun styrkja okkar lið sóknarlega jafnt sem varnarlega. Við höfum lært það með tilveru okkar í Evrópudeildunum hversu mikilvægt það er að vera með sterkan og breiðan hóp þegar farið er inn í þannig verkefni,“ er haft eftir Jóni Halldórssyni formanni handknattleiksdeildar Vals í fyrrgreindri færslu á Instagram.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -