-Auglýsing-

Valur lagði Selfoss með sex marka mun

- Auglýsing -

Valur vann öruggan sigur á Selfossi, 31:25, í upphafsleik 4. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Selfossliðið, sem vann Fram á föstudaginn, var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Með sigrinum færðist Valur, a.m.k. tímabundið, upp í annað sæti deildarinnar með sex stig. Selfoss situr í sjöunda sæti með þrjú stig.


Eftir öfluga byrjun Valsmanna, 11:6, eftir tæpar fjórtán mínútur, gáfu þeir eftir og baráttuglaðir Selfyssingar færðu sig upp á skaftið og komust yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, 14:13.

Selfossliðar héldu frumkvæðinu á upphafsmínútum síðari hálfleiks og voru marki yfir, 19:18, þegar 10 mínútur voru liðnar. Á næstu 10 mínútum sneru Valsmenn við taflinu og viðureigninni sér í hag. Þeir voru sex mörkum yfir, 27:21, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Þrátt fyrir slaka nýtingu í opnu færum síðustu mínúturnar þá héldu leikmenn Vals forskoti sínu og unnu öruggan sigur.

Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 8/6, Agnar Smári Jónsson 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Daníel Örn Guðmundsson 3, Daníel Montoro 3, Gunnar Róbertsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Andri Finnsson 2, Allan Norðberg 2, Viktor Sigurðsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14, 37,8% – Jens Sigurðarson 0.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 10/4, Jason Dagur Þórisson 3, Anton Breki Hjaltason 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Dagur Rafn Gíslason 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Alvaro Mallols Fernandez 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 8, 26,7% – Philipp Seidemann varði nokkur skot og m.a. vítkast. Skotin hafa ekki verið færð til bókar á HBStatz.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -