- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur mætir slóvakísku meisturunum í undanúrslitum síðla í mars

Valsliðinu bíða leikir við MSK IUVENTA Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í næsta mánuði. Ljósmynd/Facebooksíða Vals
- Auglýsing -


Valur mætir Slóvakíumeisturum MSK IUVENTA Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt Slavía Prag samanlagt í tveimur leikjum í átta liða úrslitum um helgina.

Fyrri viðureignin verður á heimavelli MSK IUVENTA Michalovce í bænum Michalovce í austurhluta Slóvakíu annað hvort 22. eða 23. mars. Síðari viðureignina verður á Hlíðarenda viku síðar.

MSK IUVENTA Michalovce lék til úrslita í Evrópubikarkeppninni á síðustu leiktíð en tapaði fyrir spænska liðinu ATTICGO Bm Elche í báðum úrslitaleikjunum, samanlagt 50:42.

Þegar dregið var í átta liða úrslit í janúar var í kjölfarið dregið til undanúrslita eins og minnugir lesendur handbolti.is rekur vafalaust minni til.

MSK IUVENTA Michalovce vann pólska liðið MKS Urbis Gniezno í átta liða úrslitum, saman lagt 62:43.

Í hinni viðureigninni eigast við tékkneska liðið Hazena Kynzvart, sem lagði Hauka í átta liða úrslitum og spænska liðið Orbe Zendal Bm Porrino. Spænska liðið lagði O.F.N. Ionias frá Grikklandi samanlagt, 50:41, í átta liða úrslitum.

Þetta er í þriðja sinn sem kvennalið frá Íslandi kemst í undanúrslit í Evrópubikarkeppninni. ÍBV komst í undanúrslit 2004 og Valur 2006. Bæði lið töpuðu í undanúrslitum; ÍBV fyrir FC Nürnberg frá Þýskalandi og Valur beið lægri hlut fyrir rúmenska liðinu Tomis Constanta.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -