Fáum kom eflaust á óvart að Íslandsmeisturunum í handknattleik kvenna og karla, Val og FH, er spáð sigri í Olísdeildum kvenna og karla í árlegri atkvæðagreiðslu þjálfara og fyrirliða í deildunum tveimur. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt á fundi með iðkendum og stjórnendum liðanna í Olís- og Grill 66-deildum í hádeginu í dag.
Olísdeild kvenna:
Valur 143 stig.
Haukar 126 stig.
Fram 116 stig.
ÍBV 87 stig.
Selfoss 67 stig.
Stjarnan 56 stig.
ÍR 55 stig.
Grótta 23 stig.
– Selfoss og Grótta eru nýliðar í deildinni.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar kvenna:
5. september, Haukar - Selfoss, kl. 18.
6. september, Fram - Stjarnan, kl. 19.30.
7. september, Grótta - ÍBV, kl. 14.
7. september, Valur - ÍR, kl. 14.15.
Olísdeild karla:
FH 346 stig.
Haukar 310 stig.
Valur 307 stig.
ÍBV 272 stig.
Afturelding 247 stig.
Fram 215 stig.
Stjarnan 202 stig.
KA 157 stig.
Grótta 117 stig.
HK 93 stig.
ÍR 68 stig.
Fjölnir 42 stig.
– ÍR og Fjölnir eru nýliðar í deildinni.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar karla:
4. september: Valur - ÍBV, kl.18.30.
5. september: Stjarnan - HK, kl. 19.30.
5. september: FH - Fram, kl. 19.30.
5. september: Haukar - Afturelding, kl. 20.15.
6. september: Fjölnir - ÍR, kl. 19.
7. september: Grótta - KA, kl. 16.15.