Haukar og Valur drógust bæði gegn tékkneskum félagsliðum í 8-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í morgun. Valur leikur við Slavía Prag en Haukar mæta Hazena Kynzvart. Íslensku liðin byrja bæði á útivelli 15. eða 16. febrúar og leika heima 22. og 23. febrúar.
Einnig var dregið í undanúrslit og er ljóst eftir það að komist Valur og Haukar svo langt þá mætast þau heldur ekki.
Evrópbukarkeppni kvenna, 8-liða úrslit:
Conservas Orbe Zendal Bm Porrino (Spánn) – O.F.N. Ionias (Grikkland).
Hazena Kynzvart (Tékkaland) – Haukar.
MSK IUVENTA Michalovce (Slóvakía) – MKS Urbis Gniezno (Pólland)
Valur – DHC Slavia Prag (Tékkland).
– Leikirnir fara fram 15. og 16. febrúar annarsvegar og 22. og 23. febrúar.
Evrópbukarkeppni kvenna, undanúrslit:
Leikur 1 – Leikur 2 (Hazena Kynzvart – Haukar).
Leikur 3 – Leikur 4 (Valur – DHC Slavia Prag).
– Leikirnir fara fram 22. og 23. mars annarsvegar og 29. og 30. mars.