- Auglýsing -
Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mætast í meistarakeppni HSÍ í N1-höllinni á Hlíðarenda laugardagnn 30. ágúst. Til stendur að flautað verði til leiks klukkan 16 og til stendur að senda leikinn út á Handboltapassanum.
Meistarakeppni HSÍ markar alla jafna upphaf Íslandsmótsins í handknattleik.
Keppni í Olísdeild kvenna hefst laugardaginn 6. september með fjórum leikjum, heilli umferð:
Selfoss – Valur, kl. 13.30.
Haukar – ÍR, kl. 14.
ÍBV – Fram, kl. 15.
KA/Þór – Stjarnan, kl. 15.30.
Fram og Stjarnan eigast við í meistarakeppninni í karlaflokki fimmtudaginn 21. ágúst kl. 19 í Lambhagahöllinni.
Leikjadagskrá Olísdeilda kvenna og karla.
- Auglýsing -