Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna eru komnar á slóðir sem margir leikmenn liðsins þekkja frá síðustu árum, þ.e. í efsta sæti Olísdeildar kvenna. Valur lagði Fram í Reykjavíkurslagnum í 5. umferð deildarinnar í kvöld í N1-höllinni á Hlíðarenda, 28:24, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 16:15.
Valsliðið situr hinsvegar ekki eitt og sér á toppnum því ÍBV hefur einnig átta stig. Eyjaliðið gerði góða ferð á Ásvelli í Hafnarfirði og lagði Haukar, 20:18, í hörkuleik. ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10, og gaf ekki þumlung eftir í síðari hálfleik.
Eftir tvo tapleiki í röð tóku ÍR-ingar á sig rögg og lögðu KA/Þór í æsilega spennandi leik í Skógarseli, 30:29. KA/Þór var marki yfir eftir fyrri hálfleik, 17:16. Annars mátti vart á milli liðanna sjá í kvöld.
ÍR skaust upp í þriðja sæti með sigrinum en sendi KA/Þór í staðinn niður í fjórða sæti. Hvort lið hefur sex stig.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Úrslit kvöldsins og markaskor:
Valur – Fram 28:24 (15:16).
Mörk Vals: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Lovísa Thompson 5, Arna Karitas Eiríksdóttir 4/1, Hildur Björnsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10/2, 29,4%.
Mörk Fram: Hulda Dagsdóttir 5/1, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Valgerður Arnalds 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Sara Rún Gísladóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 6, 37,5 % – Ethel Gyða Bjarnasen 4, 18,2%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Haukar – ÍBV 18:20 (10:13).
Mörk Hauka: Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 3/1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Sara Marie Odden 1, Ebba Guðríður Ægisdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12/2, 37,5%.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7/1, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1/1, Birna María Unnarsdóttir 1, Britney Emilie Florianne Cots 1.
Varin skot: Amalia Frøland 9, 33,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
ÍR – KA/Þór 30:29 (16:17).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 11/6, Vaka Líf Kristinsdóttir 8, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Oddný Björg Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 5, 17,9% – Oddný Björg Stefánsdóttir 4/1, 40%.
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 7/3, Susanne Denise Pettersen 5, Trude Blestrud Hakonsen 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3/1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 15/1, 35,7% – Bernadett Leiner 0.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.