Forskot ÍBV og Vals í efstu tveimur sætum Olísdeildar kvenna í handknattleik jókst í dag eftir leiki 12. umferðar. Bæði lið unnu leiki sína á sama tíma og ÍR, sem er enn í þriðja sæti, beið lægri hlut í heimsókn til KA/Þórs, 23:21. ÍR er sex stigum á eftir forystuliðunum tveimur sem hafa 20 stig hvort.
Valur vann stórsigur á Fram í Lambhagahöllinni, 30:19, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 19:10.
ÍBV vann Hauka, 23:20, í Eyjum í mun jafnari viðureign en þeirri sem fór fram í Lambhagahöllinni. Engu að síður var ÍBV með tögl og hagldir í viðureigninni, þrjú til fimm mörk í síðari hálfleik og svo aldrei skapaðist verulega spenna.
Markverðir liðanna, Amalia Frøland hjá ÍBV og Sara Sif Helgadóttir, voru stjörnur leiksins. Þær fóru á kostum.
Sætaskipti urðu á botni Olísdeildar kvenna þegar Stjarnan vann annan leik sinn í röð. Að þessu sinni vann Stjarnan liðsmenn Selfoss, 34:28, í Hekluhöllinni í Garðabæ. Með sigrinum færðist Stjarnan upp í sjöunda og næst neðsta sæti með fimm stig. Selfoss-liðið féll niður í neðsta sæti með fjögur stig. Eva Björk Davíðsdóttir hélt uppteknum hætti frá sigrinum á ÍR fyrir jól og átti stórleik, skoraði 12 mörk.
ÍR tapaði þriðja leiknum í röð og stimplaði sig út úr kapphlaupinu um deildarmeistaratitilinn, alltént að sinni. KA/Þór vann kærkominn sigur á ÍR-ingum í KA-heimilinu, 23:21. Staðan í hálfleik var 13:9, KA/Þór í hag.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Fram – Valur 19:30 (10:19).
Mörk Fram: Hulda Dagsdóttir 4/1, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Sara Rún Gísladóttir 3/2, Valgerður Arnalds 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Birna Ósk Styrmisdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 8, 24,2% – Arna Sif Jónsdóttir 2, 28,6%.
Mörk Vals: Elísa Elíasdóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/3, Lovísa Thompson 5, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Mariam Eradze 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13/1, 46,4% – Elísabet Millý Elíasardóttir 2, 33,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍBV – Haukar 23:20 (13:10).
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 11/3, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1.
Varin skot: Amalia Frøland 21/3, 51,3%.
Mörk Hauka: Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 17/1, 42,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
KA/Þór – ÍR 23:21 (13:9).
Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Trude Blestrud Hakonsen 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 12, Bernadett Leiner 1.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Vaka Líf Kristinsdóttir 5, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Sif Hallgrímsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 8, Ingunn María Brynjarsdóttir 1.
Stjarnan – Selfoss 34:28 (16:13).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 12/6, Natasja Hammer 6, Sara Katrín Gunnarsdóttir 5/1, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Inga Maria Roysdottir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 15/2, 50% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 4, 26,7%.
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 8/3, Hulda Dís Þrastardóttir 6/4, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Marte Syverud 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 6, 17,1% – Sara Xiao Reykdal 3, 37,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



