- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur sótti tvö stig í heimsókn til Framara

Ungmennalið Vals sem lagði ungmennalið Fram í Grill 66-deildinni í gærkvöld. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Eftir erfiða byrjun þá sneri ungmennalið Vals við taflinu þegar það mætti ungmennaliðið Fram í Grill 66-deild karla á heimavelli Fram í Úlfarsárdal í gærkvöld. Valsmenn halda þar áfram að verma þriðja sæti deildarinnar. Fram er í sjöunda sæti af tíu liðum deildarinnar með 13 stig að loknum 16 leikjum.

Staðan í Grill 66-deildunum og næstu leikir.


Framarar byrjuðu leikinn af krafti og voru fimm mörkum yfir, 10:5, um miðjan hálfleikinn. Valsmenn hertu upp hugann, bættu varnarleik sinn og náðu að snúa leiknum sér í hag. Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.


Valur bætti jafnt og þétt við foyrstu sína í síðari hálfleik og vann öruggan sigur.


Mörk Fram U.: Ólafur Brim Stefánsson 8, Eiður Rafn Valsson 6, Ívar Logi Styrmisson 4, Arnþór Sævarsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2, Arnór Máni Daðason 1, Elí Falkvard Traustason 1, Theodór Sigurðsson 1, Max Emil Stenlund 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 13, Arnór Máni Daðason 4.

Mörk Vals U.: Breki Hrafn Valdimarsson 8, Ísak Logi Einarsson 7, Dagur Fannar Möller 6, Daníel Örn Guðmundsson 5, Knútur Gauti Kruger 2, Loftur Ásmundsson 2, Áki Hlynur Andrason 1, Þorgeir Arnarsson 1, Stefán Pétursson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 12, Hilmar Már Ingason 1.

Staðan í Grill 66-deildunum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -