Íslands- og bikarmeistarar Vals lögðu sænska liðið Kristianstad HK, 27:24, í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á heimavelli Vals í kvöld. Síðari viðureignin fer fram í Kristianstad eftir viku og fer samanlagður sigurvegari beggja leikja áfram í 16-lið úrslit keppninnar sem leikin verða eftir áramót.
Valur hafði lengst af frumkvæðið í viðureigninni og hafði m.a. eins marks forskot, 12:11, þegar fyrri hálfleikur var að baki. Upp úr miðjum síðari hálfleik komst sænska liðið tveimur mörkum yfir og virtist vera að snúa taflinu sér í vil. Leikmenn Vals voru á öðru máli. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, 22:20. Valsliðið hélt forystu sinni út leikinn og fer með þriggja marka forskot í farteskinu til Svíþjóðar.
Tvær íslenskar handknattleikskonur leika með Kristianstad HK, Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir. Þær skoruðu tvö mörk hvor.
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Lovísa Thompson 5, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4/3, Thea Imani Sturludóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3/1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12, 35,2% – Elísabet Millý Elíasardóttir 2, 50%.
Mörk Kristianstad HK: Maja Hedberg 6, Fröydis Wiik Seierstad 5, Tilda Collen 5/3, Berta Rut Harðardóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Laura Eskebjerg Eggert 2, Caroline Eisenhardt 1, Norma Goldmann 1.
Varin skot: Amalie Fröland 14/2, 34,1%.